Vel heppnuð ferð til Hintertux

Landsliðs- og samæfingarhópur
Landsliðs- og samæfingarhópur

Undanfarna daga hefur alpagreinahópur frá SKÍ verið við æfingar á Hintertux jökli í Austurríki. Um tvískiptan hóp er að ræða, annars vegar landsliðið í alpagreinum og hins vegar samæfingu. Báðir hópar halda heim á leið í dag.

Landsliðið hefur verið við æfingar frá 17.október og voru fimm landsliðsmeðlimir sem tóku þátt í ferðinni, ýmist allan tímann eða hluta. Aðstæður hafa verið krefjandi en mikill ís hefur verið í brekkunum og því mjög hart færi. Veðráttan hefur verið mjög mismunandi, suma daga sól og blíða en aðra snjókoma og leiðinlegt veður. Fjalar Úlfarsson var þjálfari landsliðsins í þessu verkefni.

Í fyrsta skipti bauð SKÍ uppá samæfingu erlendis fyrir alpagreinar. Átta iðkendur tóku þátt frá þremur mismunandi landshlutum, að sunnan, norðan og austan. Hópurinn fór út 21.október og dvaldi á sama stað og landsliðið. Gekk ferðin mjög vel í alla staði en eins og hjá landsliðinu voru nokkrir dagar þar sem veðrið hefði getað verið betra. Þjálfarar í verkefninu voru þeir Kristinn Magnússon og Aron Andrew Rúnarsson.

Var þetta síðasta æfingaferðin hjá landsliðinu þetta haustið en næsta ferð er í lok nóvember en þá verður farið til Noregs og tekið þátt í alþjóðlegum FIS mótum í bland við æfingar.

Næsta samæfing verður auglýst fljótlega.