Vel heppnaðri samæfingu á Dalvík lokið

Flottur hópur
Flottur hópur

Dagana 27.-29.desember stóð SKÍ ásamt Skíðafélagi Dalvíkur fyrir samæfingu á Dalvík. Samæfingin var fyrir 12-15 ára iðkendur í alpagreinum og voru tæplega 50 iðkendur skráðir. 

Æfingin gekk vel í alla staði en þrátt fyrir lítinn snjó á Dalvík voru frábærar aðstæður. Vegna snjóleysis á mörgum skíðasvæðum landsins voru margir að fara sína fyrstu daga á skíði í vetur. Lagt var upp með einfaldar og skemmtilegar æfingar ýmist í frískíðun, í stráum eða í stubbum.

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, mætti á Dalvík í dag og tók svigæfingu samhliða samæfingunni. Fyrir jól tók hann þátt í heimsbikarmóti og er að undirbúa sig fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu í febrúar.