Vel heppnaðri samæfingu á Dalvík lokið

Veðrið lék við þátttakendur samæfingarinnar um helgina
Veðrið lék við þátttakendur samæfingarinnar um helgina

Um helgina stóð skíðasambandið fyrir samæfing fyrir alla 16 ára og eldri í alpagreinum við frábærar aðstæður á Dalvík. Þátttakendur hittust á föstudagskvöldi og var æft bæði laugardag og sunnudag. Á laugardeginum var stórsvig við vægast sagt frábærar aðstæður en veður var eins og best er á kosið og einnig var færið gott. Eftir stórsvigsæfinguna fór hópurinn og reyndi fyrir sér á klifurveg. Í dag, sunnudag, var æft svig og voru aðstæður einnig góðar. Allir þátttakendur gistu saman í Brekkuseli og var mikil ánægja með helgina. 

Skíðasambandið þakkar Skíðafélagi Dalvíkur fyrir góðar aðstæður og hjálp við skipulagningu samæfingarinnar.