Vel heppnað þjálfaranámskeið á snjóbrettum

Um helgina fór fram seinni hluti af fyrsta stigs þjálfaranámskeiði á snjóbrettum. Fyrri hlutinn fór fram í Reykjavík 13.-15.október og snérist hann að mestu um þjálfarahlutverkið og þrekþjálfun. Seinni hlutinn var svo á snjó og fór meira í tæknilega snjóbrettaþjálfun ásamt myndbandsgreiningu og viðhaldi á snjóbrettinu sjálfu.

Leiðbeinandi var Markus Rehn frá Noregi og hefur hann víðtæka reynslu úr heimi snjóbrettana.

Þjálfarar sem kláruðu bæði námskeiðin ljúka við sérgreinahluta SKÍ á fyrsta stigi snjóbrettaþjálfunar og er það í samræmi við reglur ÍSÍ um tímafjölda námskeiða á fyrsta stigi.

SKÍ hefur í vetur verið að vinna mikið að þjálfaramenntun til að efla fagþekkingu hjá þjálfurum í hreyfingunni. Verið er að vinna að skipulagningu á frekari námskeiðsáætlun fyrir snjóbretti og aðrar greinar.