Vel heppnað dómaranámskeið

Frá námskeiðinu
Frá námskeiðinu

Um helgina fór fram dómaranámskeið á snjóbrettum. Sjö aðilar voru skráðir og gekk námskeiðið vel í alla staði. Kennari var Jacek Milas frá Póllandi en hann hefur mikla alþjóðlega reynslu af dómgæslu, m.a. úr heimsbikar.

Námskeiðið gefur FIS C dómararéttindi en innan FIS eru þrjú dómarastig, A, B og C. Þau FIS mót sem haldin eru á Íslandi flokkast sem C mót og því geta þessir aðilar dæmt á alþjóðlegum mótum hér á landi.

Var þetta í þriðja sinn sem SKÍ stendur fyrir sambærilegu námskeiði og alls hafa 23 aðilar lokið C réttinda dómaranámskeiði.