Valreglur vegna stórmóta í alpagreinum 2019

HM í alpagreinum fer fram í Åre í febrúar
HM í alpagreinum fer fram í Åre í febrúar

Skíðasamband Íslands mun senda keppendur á tvö stórmót í alpagreinum í vetur.  Annarsvegar HM í Åre og hinsvegar Ólympíuhátið Evrópuæskunnar (EYOF).  Hér að neðan má sjá hversu margir verða sendir, hvenær verður valið og hvaða punkta þarf að vera með fyrir hvert mót.

HM fullorðinna (undankeppni) - Åre í Svíþjóð 9.-17.febrúar 2019

  • Fjórir bestu af hvoru kyni í svigi og stórsvigi
  • Þarf að vera undir 80 FIS punktum í grein á FIS lista.
  • Valið eftir 11. FIS lista sem kemur út 8.janúar, FIS mót til og með 6.janúar gilda inná listann.
  • Gjaldgengir eru allir keppendur 16 ára og eldri (árgerð 2002 og eldri).

EYOF - Sarajevo í Bosníu 9.-17.febrúar 2019

  • Fjórir bestu af hvoru kyni samanlagt í svigi og stórsvigi
  • Þarf að vera undir 130 FIS punktum í annarri greininni og 280 samanlagt úr báðum greinum á FIS lista.
  • Valið eftir 10. FIS lista sem kemur út 25.desember, FIS mót til og með 23.desember gilda inná listann.
  • Gjaldgengir eru keppendur sem fæddir eru frá 2001-2002.

Valreglur fyrir landslið SKÍ 2019-2020:
Valreglur fyrir landslið SKÍ fyrir 2019-2020 verða gefnar út í byrjun febrúar 2019. 
Ástæðan fyrir þessari töf er hið nýja punktakerfi FIS sem farið verður eftir og fyrsti pre-base-listi nýrra FIS punkta birtist ekki fyrr en um miðjan janúar.