HM í skíðagöngu - Keppendur valdir

Skíðasamband Íslands hefur valið keppendur til þátttöku á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu 2019.
Mótið fer fram í Seefeld í Austurríki, dagana 19. febrúar - 3. mars 2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu.

Valdir keppendur eru:

Konur:
Kristrún Guðnadóttir - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga

Karlar:
Snorri Eyþór Einarsson - Aðalkeppni í öllum lengri vegalengdum og liðasprettur
Ísak Stianson Pedersen - Undankeppni í lengri vegalendum, sprettganga og liðasprettur
Albert Jónsson - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga
Dagur Benediktsson - Undankeppni í lengri vegalendum og sprettganga
Ragnar Gamaliel Sigurgeirsson - Sprettganga

Til að komast áfram úr undankeppninni þarf keppandi að vera í einu af 10 efstu sætununum ásamt því að skora undir 180 FIS stig (konur) og 140 FIS stig (karlar).

Dagskrá Íslands á HM í Seefeld:

20. feb.   Undankeppni 5 / 10 km (C) - Konur & Karlar
21. feb.   Undanrásir & Úrslit - Sprettganga (F) - Konur & Karlar
23. feb.   Skiptiganga 15 / 30 km - Konur & Karlar
24. feb.   Undanrásir & Úrslit - Liðasprettur (C) - Konur & Karlar
26. feb.   10 km (C) - Konur
27. feb.   15 km (C) - Karlar
3. mars   Hópstart 50 km (F) - Karlar

Nánari tímatöflu yfir alla dagskrá mótsins má sjá hér.

Starfsfólk SKÍ á HM:
Sturla Höskuldsson & Jón Viðar Þorvaldsson - Fararstjórar
Vegard Karlström - Aðalþjálfari
Dag Elvevold - Smurningsmaður
Erlene Skippervik Sætre - Sjúkraþjálfari / Smurningsmaður
Einar Þór Bjarnason - Formaður

Meðan á mótinu stendur verður öflugur fréttaflutningur beint frá Austurríki og munum við setja fréttir á heimasíðuna í bland við samfélagsmiðla SKÍ.

Á heimasíðu mótsins er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.