Úrslit gærdagsins frá ÓL ungmenna

Dagur við keppni í sprettgöngu
Dagur við keppni í sprettgöngu

Keppni hófst snemma í gærmorgun með tímatöku í sprettgöngu pilta, þar keppti Dagur Benediktsson. Dagur fór sprettinn á 3:19,32 sem var 36. besti tími undanrásanna. Þrjátíu bestu tímarnir tryggðu sæti í úrslitum. Fyrir mótið fékk Dagur 265.92 FIS punkta og er það hans besta FIS mót á ferlinum í sprettgöngu og mikil bæting. Á heimslista er hann með 485.39 FIS punkta. Heildarúrslit úr tímatökunni má sjá hér. Á morgun keppir Dagur næst þegar gengnir verða 10 kílómetrar með frjálsri aðferð.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í stórsvigi stúlkna í gær. Í fyrri ferðinni skíðaði Hólmfríður á 1:27,32 sem var 28 besti tíminn. Í seinni ferðinni féll Hólmfríður úr leik þegar hún missti af hliði í miðri braut. Úrslit úr stórsviginu má sjá hér