Úrslit frá lokagrein á bikarmóti í skíðagöngu

Þá er síðustu keppni á bikarmóti helgarinnar lokið en keppt var í hefðbundinni göngu með einstaklingsstarti í köldu en hægu og björtu veðri í Bláfjöllum í morgun. Sigurvegari í kvennaflokki sem gekk 7,9 km var Elsa Guðrún Jónsdóttir og í karlaflokki sem gekk 10 km var fyrstur Sævar Birgisson en þau keppa bæði fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar. Öll úrslit dagsins má finna hér