Úrslit frá fyrsta bikarmóti vetrarins í skíðagöngu

Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur sigrað báðar göngur í kvennaflokki. Ljósmynd: Árni Tryggvason
Elsa Guðrún Jónsdóttir hefur sigrað báðar göngur í kvennaflokki. Ljósmynd: Árni Tryggvason

Í gær hófst fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu en mótið fer fram í Reykjavík. Í vetur verður í fyrsta skipti haldin alþjóðleg FIS mót samhliða sumum bikarmótum og er mótið í Reykjavík FIS mót. Mótið er fyrir keppendur 14 ára og eldri en 14-15 ára keppa sér og sá flokkur er ekki hluti af FIS mótinu.

Allt mótahald hefur gengið vel þrátt fyrir smá vind bæði í gær og í dag á svæðinu. Breyting hefur verið gerð á keppnisbrautinni frá því í fyrra til þess að uppfylla kröfur FIS móta og koma þær breytingar vel út.

Öll FIS úrslit má nálgast hér.

Föstudagur 3.feb - Sprettganga

Konur: 
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Helga Dís Magnúsdóttir
3. Leila Mostaco Guidolin

Karlar: 
1. Sigurður Arnar Hannesson
2. Dagur Benediktsson
3. Albert Jónsson

Úrslit úr öllum bikarmótsflokkum má sjá hér.

Laugardagur 4.feb - Ganga með frjálsri aðferð

Konur: 
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Leila Mostaco Guidolin
3. Helga Dís Magnúsdóttir

Karlar: 
1. Gísli Einar Árnason
2. Dagur Benediktsson
3. Albert Jónsson

Úrslit úr öllum bikarmótsflokkum má sjá hér.

Á morgun fer fram síðasta ganga helgarinnar en það er hefðbundin aðferð.