Úrslit frá bikarmóti í skíðagöngu

Frá ræsingu í karlaflokki í dag
Frá ræsingu í karlaflokki í dag

Í gærkvöldi lauk fyrstu keppni af þremur á bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum sem fram fer um helgina. Keppt var í sprettgöngu við frábærar aðstæður en keppendur gengu 1,2 km sprett með hefðbundinni aðferð. Það voru þau Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir sem keppa fyrir Skíðafélagi Ólafsfjarðar, sem sigruðu í karla- og kvennaflokki. Öll úrslit úr sprettgöngunni má sjá hér.

Í dag var keppt með frjálsri aðferð á bikarmótinu í skíðagöngu sem fram fer í Bláfjöllum um helgina. Nokkuð hvasst var á köflum en að öðru leyti aðstæður nokkuð góðar og bjart yfir. Keppendur í flokki 12-13 ára skautuðu 3,9 km. Keppendur í flokki 14-15 ára skautuðu einn 5 km hring, konur 18 ára og eldri fóru 10km eða tvo hringi og 16 ára og eldri karlar fóru 15 km eða þrjá hringi. Öll úrslit dagsins má sjá hér

Á morgun fer fram ganga með hefðbundinni aðferð og hefst kl. 11:00 í Bláfjöllum.