Úrslit Fjarðargöngunnar

Elsa Guðrún Jónsdóttir og Gísli Einar Árnason. Mynd: Fjarðargangan
Elsa Guðrún Jónsdóttir og Gísli Einar Árnason. Mynd: Fjarðargangan

Á sunnudaginn var fór hin árlega Fjarðarganga fram á Ólafsfirði en gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. Tæplega 150 keppendur voru skráðir til leiks en boðið var upp á 5 km, 15 km og 30 km vegalengdir. Veður og aðstæður voru góðar til keppni og var mikil stemning í kringum keppnina. 
Í 30 km göngunni var Elsa Guðrún Jónsdóttir fyrst kvenna í mark og Gísli Einar Árnason var fyrstur karla.

Öll úrslit má sjá hér.
Stöðu stigakeppni Íslandsgöngunnar má sjá hér.

Fleiri myndir frá Fjarðargöngunni má sjá á fésbókarsíðu keppninnar.