Unglingameistaramóti Íslands aflýst

Skíðasamband Íslands og mótsnefnd UMÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé grundvöllur fyrir því að mótið fari fram um komandi helgi eins og planað var. Covid-19 veiran er klárlega að gera okkur erfitt fyrir og þá hefur snjóað gríðarlega á Dalvík og Ólafsfirði síðasta sólarhring sem gerir mótshöldurum enn erfiðara fyrir.

Ákvörðun hefur því verið tekin um að aflýsa alfarið UMÍ þennan veturinn og verður það því ekki sett á seinna í vetur.

SKÍ vill þakka mótsnefnd UMÍ fyrir vel unnið undirbúningsstarf og viðbrögð vegna núverandi ástands. Í framhaldinu mun SKÍ fara yfir önnur mót sem eftir eru seinna í vetur og gefa út ákvörðun um þau fljótlega.