UMÍ frestað vegna veðurs

Unglingameistaramót Íslands (UMÍ) átti samkvæmt mótaskrá að fara fram um komandi helgi. Vegna óhagstæðrar veðurspá hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta mótinu um tvær vikur. 

UMÍ mun því áfram fara fram í Bláfjöllum en verður 7.-10.apríl.

Nýtt mótsboð hefur verið sent á öll aðildarfélög og dagskrá verður gefin út fljótlega.