UMÍ 2016 lokið

Unglingameistaramóti Íslands á skíðum og brettum lauk í dag með keppni í alpagreinum og skíðagöngu. Í alpagreinum fór fram stórsvig og í skíðagöngu var keppt í paraboðgöngu. Aðstæður til mótahalds voru góðar í dag og fór allt vel fram. Heilt yfir var þetta frábært mót þrátt fyrir smá leiðindi í veðrinu og eiga Akureyringar hrós skilið fyrir flott mót. 

Öll úrslit má sjá hér.

Næsta mót á dagskrá er Skíðamót Íslands sem fram fer í Reykjavík 31.mars til 3.apríl. Þar verður keppt í alpagreinum og skíðagöngu og allt okkar landsliðsfólk verður mætt til leiks.