U23 kepptu í sprettgöngu á HM unglinga

Isak Stianson Pedersen var í 44.sæti í dag
Isak Stianson Pedersen var í 44.sæti í dag

Keppni dagsins á HM unglinga í skíðagöngu var sprettganga hjá U23 aldurshópnum. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt, ein stelpa og þrír strákar. Mjög kalt hefur verið fyrstu dagana hjá liðinu í Lahti og hefur mælst allt að -25° og verður áfram kalt næstu daga.

Allar okkar keppendur áttu fína göngu og öll voru þau nálægt sinni stöðu á heimslista. 

21.jan - 1,4 km sprettur, hefðbundin aðferð
48. Kristrún Guðnadóttir 164.50 FIS stig

21.jan - 1,6 km sprettur, hefðbundin aðferð
44.sæti Isak Stianson Pedersen 158.85 FIS stig
64.sæti Dagur Benediktsson 231.57 FIS stig
67.sæti Albert Jónsson 258.42 FIS stig

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun keppir Sigurður Arnar Hannesson í 10 km göngu með frjálsri aðferð. Keppni hefst kl.12:00 á íslenskum tíma og hefur Sigurður Arnar rasnúmer 4 af alls 102 keppendum. Ráslista má sjá hér.