Tour de Ski - Sprettgöngu dagsins lokið

Snorri í sprettgöngu dagsins. Mynd: Nordic Focus
Snorri í sprettgöngu dagsins. Mynd: Nordic Focus

Áfram heldur Tour de Ski mótaröðin í skíðagöngu. Keppni dagsins var sprettganga í Val di Fiemme. Snorri Einarsson endaði í 44.sæti í henni og situr í 45.sæti í heildarkeppninni fyrir síðustu keppnina sem fer fram á morgun. Lokakeppnin er hin fræga "final climb" eða síðasta klifrið en sú keppni er alls 10 km að lengd en síðustu 3,5 km eru upp skíðabrekku og er mesti hallinn 30% og alls er hækkunin 420 metrar. Oft á tíðum eru miklar sviptingar í þessari síðustu keppni enda tekur hún vel í.

Keppni á morgun hefst kl.14:35 að íslenskum tíma.

Úrslit frá Val di Fiemme má sjá hér.