Tour de Ski - Snorri í 30.sæti, fyrstu heimsbikarstig vetrarins!

Snorri Einarsson á æfingu í Val di Fiemme í gær. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson á æfingu í Val di Fiemme í gær. Mynd: NordicFocus

Eftir hvíldardag í gær hélt Tour de Ski áfram, nú í Val di Fiemme á Ítalíu. Farnir voru 15 km með hefðbundinni aðferð og var notast við hópstart. Var þetta næst síðasta keppnin í Tour de Ski en loka keppnin fer fram á morgun.

Snorri Einarsson gerði sér lítið fyrir og fékk sitt fyrsta heimsbikarstig í vetur. Einungis 30 efstu sætin í heimsbikarnum gefa heimsbikarstig og er það mikil viðurkenning fyrir Snorra að vera kominn á þann stigalista. Frábær úrslit eftir misjafnt gengi á Tour de Ski mótaröðinni. Hægt er að sjá stöðuna í heimsbikarstigakeppninni hér.

Á morgun fer fram síðasta keppnin en það er hið klassíska klifur í Val di Fiemme. Keppni morgundagsins er 9 km en síðustu 3,5 km eru einungis uppí móti með hæðarmismun uppá 420 metra og mest 30% bratta!

Í heildarkeppninni er Snorri í 42.sæti fyrir lokakeppnina.

5.jan 2019 - 15 km, hefðbundin aðferð, hópræsing
30.sæti - Snorri Einarsson 71.41 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.

Tour de Ski 2018/19 - Dagskrá framundan

Val di Fiemme, Ítalía
6.jan - Final Climb 9 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit frá öllum hér.