Tour de Ski - Frábær sprettganga hjá Snorra

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Tour de Ski hélt áfram í morgun eftir einn hvíldardag þegar keppt var í sprettgöngu í Val Müstair í Sviss. Snorri Einarsson hafði rásnúmer 85 af alls 94 sem voru skráðir til leiks. Snorri átti frábæra göngu og endaði í 61.sæti og vann því sig upp um 24 sæti miðað við ráslista þar sem raðað er eftir stöðu á heimslista. Fyrir mótið fékk Snorri 90.70 FIS stig sem er risa bæting á heimslistanum en þar er hann með 146.60 FIS stig. Er þetta hans langbesta sprettganga frá árinu 2014.

Nú þegar þrem af sjö keppnum í Tour de Ski er lokið er Snorri í 50.sæti í heildarkeppninni. Eins og áður hefur komið fram er Snorri sterkari í lengri vegalengdum og einungis eru þannig keppnir eftir, fjórar talsins. Það verður því gaman að fylgjast með seinni hlutanum í Tour de Ski en Snorri virðist vera að finna sitt gamla form.

1.jan 2019 - 1,4 km sprettur, frjáls aðferð
61.sæti - Snorri Einarsson 90.70 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.

Tour de Ski 2018/19 - Dagskrá framundan

Oberstdorf, Þýskaland
2.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.13:00 á íslenskum tíma)
3.jan - 10/15 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.11:45 á íslenskum tíma)

Val di Fiemme, Ítalía
5.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.14:10 á íslenskum tíma)
6.jan - Final Climb 9 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit frá öllum hér.