Tour de Ski - Erfiður dagur hjá Snorra

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Tour de Ski mótaröðin hélt áfram í dag en næstu tvær keppnir fara fram í Oberstdorf í Þýskalandi. Keppt var í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og hópræsingu. Krefjandi aðstæður voru í dag en mikið snjóaði í nótt og á meðan móti stóð.

Snorri Einarsson hóf leik nr.44 í rásröðinni og gekk vel í byrjun en eftir því sem leið á lenti hann í vandræðum með grip á skíðunum og háði það honum mikið. Fór svo að Snorri endaði í 68.sæti og fékk 86.45 FIS stig sem er langt frá hans stöðu á heimslistanum. Virkilega svekkjandi þar sem Snorri er að komast í sitt besta form.

Í heildarkeppni Tour de Ski er Snorri dottinn niður í 63.sæti. Það eru þrjár keppnir eftir af mótaröðinni og Snorri staðráðinn í að koma sterkur til baka.

2.jan 2019 - 15 km, hefðbundin aðferð
68.sæti - Snorri Einarsson 86.45 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.

Tour de Ski 2018/19 - Dagskrá framundan

Oberstdorf, Þýskaland
3.jan - 10/15 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.11:45 á íslenskum tíma)
Snorri verður með rásnúmer 57. 

Val di Fiemme, Ítalía
5.jan - 10/15 km, hefðbundin aðferð, hópstart (hefst kl.14:10 á íslenskum tíma)
6.jan - Final Climb 9 km, frjáls aðferð, eltiganga (hefst kl.13:45 á íslenskum tíma)

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit frá öllum hér.