Þriðja keppnisdegi á EYOF lokið

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ásamt snjóbrettahópnum
Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, ásamt snjóbrettahópnum

Á þriðja keppnisdegi Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar áttum við keppendur í svigi stúlkna og snjóbrettaati drengja.

Í svigi stúlkna kepptu María Finnbogadóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir keppti ekki vegna meiðsla. Í fyrri umferð varð Katla Björg í 20. sæti á tímanum 56,28 (+3.79). Í síðari umferð var hún á tímanum 59,00. Hún varð í 18. sæti samtals á +6.64 en sigurvegarinn var á tímanum 1:48,64. Í fyrri umferð varð Harpa María í 30. sæti á tímanum 59,45 (+6.96). Í síðari umferð var hún á tímanum 1:01,97. Hún endaði í 26. sæti á +12.78. María Finnbogadóttir heltist úr lestinni í fyrri umferð. Bæði Katla Björg og Harpa María voru að bæta sína FIS punkta.

Úrslit úr svigi stúlkna má sjá hér.

Í brettaati kepptu Aron Kristinn Ágústsson, Bjarki Jarl Haraldsson og Tómas Orri Árnason. Í tímatökunni varð Tómas Orri í 12. sæti. Betri tími hans var í fyrri umferð, 59.58 (+5.52). Í seinni umferð var hann á 1:00.02. Bjarki Jarl varð í 15. sæti í tímatökunni. Betri tími hans var í seinni umferð, 1:05.73 (+11.67). Í fyrri umferð var hann á 1:07.47. Aron Kristinn varð í 18. sæti tímatökunnar. Betri tími hans var í seinni umferð, 1:09.65 (+15.59). Í fyrri umferð var hann á 1:10.04. Í fjórðungsúrslitum varð Tómas Orri fjórði í sínum riðli og Bjarki Jarl þriðji - komust þeir því ekki lengra í keppninni. Lokaniðurstaðan hjá drengjunum varð sú að Bjarki hafnaði í 11. sæti, Tómas í því 16. og Aron í því 18. Er þetta í fyrsta skipti sem snjóbrettakeppendur eru með á EYOF.

Hægt er að fylgjast nánar með íslensku keppendunum á Snapchatti ÍSÍ: isiiceland

Myndir úr ferðinni er hægt að sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíða Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar er hér.