Þjálfari 2 námskeið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir skíðaþjálfara í alpagreinum 23.- 26. janúar. Námskeiðið er sérgreinahluti Þjálfari 2 réttinda og verður kennt eftir nýju kennsluefni sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Námskeiðið verður í formi verklegra æfinga á snjó ásamt heimavinnu. 
Heimavinnuhlutinn verður unninn í gegnum netið fyrir námskeið, opnað verður fyrir þann hluta þegar skráningarfresti lýkur.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:
Fimmtudagur 23. janúar kl 09-16
Föstudagur 24. janúar kl. 9-17
Laugardagur 25. janúar kl. 9-17
Sunnudagur 26. janúar kl. 9-17
* Staðsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu en verður gefin út á næstu dögum.

Leiðbeinendi verður Stephen Helfenbein (USA) og mun námskeiðið fara fram á ensku.

Þátttökugjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu. Skráning er á netfangið ski@ski.is og er skráningarfrestur til og með 15. janúar. Afskrái þátttakandi sig eftir 15. janúar fæst þátttökugjaldið ekki endurgreitt. Aðeins 10 sæti eru í boði á þetta námskeið og gildir fyrstur kemur fyrstur fær. Lágmarksþátttaka eru 6 þátttakendur svo að námskeiðið fari fram.
Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur. 

Inntökuskilyrði:
Til þess að eiga rétt á að sitja námskeiðið þarf viðkomandi að hafa lokið bæði fyrsta stigs sérgreinahluta SKÍ og almennum hluta ÍSÍ.
SKÍ mun horfa til reynslu þjálfara ef þeim kröfum er ekki mætt og gefur sér rétt á að meta hvert tilfelli fyrir sig útfrá þeim punktum sem taldir eru upp hér að neðan. 

  • Hafa sótt námskeið á vegum SKÍ eða sambærilegs aðila á síðustu 5 árum.
  • Hafa þjálfað samtals í 5 tímabil á síðustu 10 árum.
  • Hafa þjálfað iðkendur 12 ára eða eldri á síðustu 5 árum.

SKÍ gefur sér rétt á að meta hvert tilfelli fyrir sig óháð þeim kröfum sem taldar hafa verið upp. Allir áhugasamir eru því hvattir til þess að senda inn skráningu með upplýsingum um fyrri störf.

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson á netfanginu ski@ski.is.
SKÍ áskilur sér heimild til þess að fresta eða aflýsa námskeiðinu ef að aðstæður verða óhagstæðar.