Þjálfaranámskeið í skíðagöngu

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir þjálfara í skíðagöngu helgina 4.-6. janúar. Námskeiðið mun gilda til fyrsta stigs þjálfunarréttinda (Þjálfari 1) en námsefnið byggir á þjálfaramenntun norska skíðasambandsins. Námskeiðið er miðað við þjálfun barna 6-13 ára, námskeiðið tekur fyrir grunnþætti í þjálfun og þjálfunaraðferðum til að bæta skíðafærni hjá þessum aldurshópi. Þjálfarar eldri/fullorðinna byrjenda geta einnig haft góð not af námskeiðinu.

Námskeiðið verður haldið á Akureyri.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar:
Föstudagur 4. jan kl. 17-22 
Laugardagur 5. jan kl. 09-18:30 
Sunnudagur 6. jan kl. 09-14:30 

Leiðbeinandi verður Ólafur H. Björnsson. 

Þjálfari 2 sem tekur á þjálfun 14-19 ára unglinga verður kennt næsta haust/vetur. Skilyrði er að hafa lokið Þjálfari 1 til þess að geta setið það námskeið.

Þátttökugjald er 20.000 kr. og greiðist fyrir námskeið. Skráningar skal senda á netfangið sigurgeir@ski.is og er skráningarfrestur til og með 21.desember. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.
Lágmarksþátttaka eru 8 þátttakendur.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Halldórsson á netfanginu sigurgeir@ski.is.