Þjálfaranámskeið í alpagreinum fellt niður

Því miður þarf að fella niður þjálfari 1 námskeið í alpagreinum sem fyrirhugað var 23.-25. nóvember. Lágmarks þátttaka á námskeiðið náðist ekki, en mikilvægt er að hafa grunn fjölda á námskeiðinu til þess að skapa umræður, vinna í hópum og standa straum af grunn kostnaði. 
Verið er að skoða hvenær næsta námskeið verður sett á en það verður í síðasta lagi næsta haust. Þegar að dagsetningar liggja fyrir verður námskeiðið auglýst hér á síðunni.