Þjálfaranámskeið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir skíðaþjálfara í alpagreinum 23.-25. nóvember í Bláfjöllum. Námskeiðið er sérgreinahluti Þjálfari 1 réttinda og verður þetta í annað sinn sem kennt er eftir nýju kennsluefni SKÍ. Námskeiðið verður í formi heimavinnu og æfinga á snjó. 

Heimavinnuhlutinn verður unninn í gegnum netið fyrir námskeið, opnað verður fyrir þann hluta 9. nóvember.

Dagskrá:
Föstudagur 23. nóv kl. 9-18 Bláfjöllum
Laugardagur 24. nóv kl. 9-18 Bláfjöllum
Sunnudagur 25. nóv kl. 9-18 Bláfjöllum
*Dagskrá getur tekið breytingum vegna veðurs og aðstæðna.

Leiðbeinendur verða Aron Andrew Rúnarsson, Egill Ingi Jónsson, Kristinn Magnússon og Snorri Páll Guðbjörnsson.

Þátttökugjald er 25.000 kr. og greiðist við skráningu. Skráning er á netfangið sigurgeir@ski.is og er skráningarfrestur til og með 9.nóvember. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.
Lágmarks þátttaka eru 8 þátttakendur til þess að námskeiðið fari fram.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Halldórsson á netfanginu sigurgeir@ski.is.