Þjálfaranámskeið í alpagreinum

Skíðasamband Íslands auglýsir námskeið fyrir skíðaþjálfara í alpagreinum 4.-7. janúar á Akureyri. Námskeiðið er sérgreinahluti Þjálfari 1 réttinda og verður kennt eftir nýju kennslu efni sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. Námskeiðið verður í formi heimavinnu og æfinga á snjó. 
Heimavinnuhlutinn verður unninn í gegnum netið fyrir námskeið, opnað verður fyrir hann 22. desember. 

Dagskrá:
Fimmtudagur 4. jan kl 18-21 Skrifstofa SKÍ
Föstudagur 5. jan kl. 9-17 Hlíðarfjall
Laugardagur 6. jan kl. 9-17 Hlíðarfjall
Sunnudagur 7. jan kl. 9-17 Hlíðarfjall

Leiðbeinendur verða Stephen Helfenbein (USA) og Joshua Fogg (USA) og mun námskeiðið fara fram á ensku.

Þáttökugjald er 25.000 kr. og greiðist við skráningu. Skráning er á netfangið sigurgeir@ski.is og er skráningarfrestur til og með 19.desember. Nánari dagskrá og upplýsingar verða sendar á þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Sigurgeir Halldórsson á netfanginu sigurgeir@ski.is.