Sturla Snær tekur þátt í heimsbikar á morgun

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, tekur þátt í sínu fyrsta heimsbikarmóti á morgun. Keppt verður í svigi og fer mótið fram í Madonna á Ítalíu.

Heimsbikar er sterkasta mótaröð í heimi innan FIS og eins og áður segir er Sturla Snær að taka þátt í sínu fyrsta móti á mótaröð þeirra bestu. Sturla Snær mun hefja leik í fyrri ferð nr. 80 eða síðastur af alls 80 keppendum. Allir keppendur fara fyrri ferð en einungis 30 efstu að fyrri ferð lokinni fá að fara seinni ferðina.

Laugardagur 22.des - Svig í Madonna

Fyrri ferð hefst kl. 14:45 (15:45 á staðartíma)
Seinni ferð hefst kl. 17:45 (18:45 á staðartíma)

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit hér.

Heimasíðu mótshaldara má svo finna hér. Þar má finna ýmsar upplýsingar um svæðið og mótið.