Sturla Snær tekur þátt í Evrópubikar

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Í dag og á morgun mun Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, taka þátt á tveimur Evrópubikarmótum í svigi sem fara fram í Val di Fassa á Ítalíu. Um er að ræða mótaröð sem eru hluti af álfubikar og flokkast sem næst sterkasta mótaröð í heimi á eftir heimsbikarnum.

Í upphafi árs tók Sturla Snær þátt á sínum fyrstu mótum í Evrópubikarnum. Voru það tvö svig mót í Jaun í Sviss og náði Sturla Snær að komast áfram í seinni ferð í öðru mótinu, en einungis 60 bestu að lokinni fyrri ferð komast í þá síðari.

Mótið í dag hefst kl.09:00 og er Sturla Snær nr. 93 í rásröðinni, en mótið er gríðarlega sterkt og mikið af keppendum úr heimsbikarnum að taka þátt.

Nánari upplýsingar, lifandi tímatöku og úrslit er hægt að sjá hér.