Sturla Snær með frábært mót í Hemsedal

Sturla Snær Snorrason keppti í dag á svig móti í Hemsedal í Noregi. Sturla Snær stóð sig virkilega vel og gerði sitt besta svig mót á ferlinum erlendis. Sturla Snær endaði í 17.sæti og fékk 26.44 FIS punkta. Það er því ljóst að Sturla Snær mun lækka á næsta heimslista sem er frábært endir á löngu tímabili.

Heildarúrslit má sjá hér.