Sturla Snær með bronsverðlaun á Ítalíu - Mikil bæting á heimslista

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, keppti á tveimur svigmótum fyrr í dag á Ítalíu. Mótin fóru fram í Val Palot og í fyrra mótinu endaði Sturla Snær í 7.sæti en gerði en betur í seinna mótinu og endaði í 3.sæti. Í báðum mótum hafði Sturla Snær rásnúmer 19 þannig að hann var 19. sterkasti keppandinn í mótinu miðað við heimslista FIS.

Fyrir mótin fær Sturla Snær 26.88 og 17.79 FIS stig og er það mikil bæting á heimslistanum en þar er hann með 29.13 FIS stig. Að sama skapi er seinna mótið það besta á ferlinum hjá Sturlu Snæ og mun hann taka stórt stökk á næsta heimslista. Í dag er hann í 468.sæti á heimslistanum í svigi en reikna má með að hann fari í um 300.sæti á heimslistanum eftir þessi mót.

Úrslit úr mótunum má sjá hér.

Fyrra mót:

Sæti Nafn Árgerð Þjóðerni Fyrri Seinni Samanlagt Mismunur FIS stig
1. Ronci Giordano 1992 ITA 39.48  36.45  1:15.93    11.11 
2. Popov Albert 1997 BUL  39.33  36.97  1:16.30  +0.37 14.67
3. Letitre Theo 1997 FRA  39.86  36.57  1:16.43  +0.50  15.92 
4. Franceschetti Pietro 1993 ITA 40.07 37.16 1:17.23 +1.30 23.61
5. Sorio Francesco 1997 ITA 40.42 36.86 1:17.28 +1.35 24.09
6. Gori Francesco 1997 ITA 40.30 36.99 1:17.29 +1.36 24.19
7. Snorrason Sturla Snaer 1994 ISL 40.06 37.51 1:17.57 +1.64 26.88


Seinna mót:

Sæti Nafn Árgerð Þjóðerni Fyrri Seinni Samanlagt Mismunur FIS stig
1. Popov Albert 1997 BUL 37.85 37.66 1:15.07    11.02
2. Letitre Theo 1997 FRA 37.94 38.24 1:16.18 +0.67  17.50
3. Snorrason Sturla Snaer 1994 ISL 37.84 38.37 1:16.21 +0.70  17.79