Sturla Snær keppti aftur í Adelboden - 16.sæti

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Í gær keppti Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, aftur á svigmóti í Adelboden, Sviss. Í þetta skipti var um að ræða landsmót í svigi hjá Liechtenstein sem einnig var alþjóðleg FIS mót. Sturla Snær endaði í 16.sæti og fékk 36.88 FIS stig sem er aðeins lakara en staða hans á heimslista þar sem hann er með 32.17 FIS stig.

Heildarúrslit má sjá hér.

Sturla Snær keppir strax á föstudag aftur á svigmótum á Ítalíu.