Sturla Snær í 7.sæti á Ítalíu

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, keppti í dag á svigmóti á Ítalíu. Mótið fór fram í Vipeteno og hóf Sturla Snær leik nr. 18 í rásröðinni. Sturla Snær átti þokkalega fyrri ferð en sú seinni var virkilega góð þar sem hann var með fimmta besta tímann.

Upphaflega átti að halda tvö svigmót í dag en seinna mótinu var aflýst.

6.jan - Svig
7.sæti - Sturla Snær Snorrason

Fleiri íslenskir keppendur tóku einnig þátt í mótinu og má sjá heildarúrslit hér.