Sturla Snær byrjar árið af krafti - 2.sæti á Ítalíu

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason

Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, byrjar árið heldur betur af krafti en í dag endaði hann í 2.sæti á alþjóðlegu FIS móti á Ítalíu. Mótið fór fram í Pfelders á Ítalíu en keppt var á tveimur svigmótum. Í gær náði Sturla Snær ekki að ljúka fyrri ferð en í dag gekk honum virkilega vel. Sturla Snær endaði í 2.sæti, var með besta tímann af öllum í seinni ferðinni og endaði einungis 14/100 úr sekúndum á eftir sigurvegaranum Richard Leitgeb frá Austurríki. Fyrir mótið fékk hann 37.84 FIS stig sem er hans besta á tímabilinu og alveg við hans heimslistastöðu en þar er Sturla Snær með 36.34 FIS stig.

Frábær byrjun á árinu hjá Sturlu Snæ og vonandi að hann haldi áfram í þessum gír.

Sunnudagur 5.janúar - Svig
1. Richard Leitgeb, Austurríki
2. Sturla Snær Snorrason, Ísland
3. Giorgio Ronch, Ítalía

Heildarúrslit má sjá hér.