Strandagangan - úrslit

Mynd: Ingimundur Pálsson
Mynd: Ingimundur Pálsson

Laugardaginn 23. febrúar fór Strandagangan fram í Selárdal. Strandagangan er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni en boðið var upp á 5 km, 10 km og 20 km vegalengdir. Metþáttaka var í keppninni en tæplega 170 keppendur voru skráðir til leiks í heildina.
Fyrst kvenna í mark í 20 km göngu var Elsa Guðrún Jónsdóttir og fyrstur karla var Gísli Einar Árnason.
Fleiri myndir frá keppninni má sjá á fésbókarsíðu Strandagöngunnar.

Öll úrslit má sjá hér.
Stöðu í heildarstigakeppni má sjá hér.