Stórsvigi lokið á SMÍ

Íslandsmeistarar dagsins í stórsvigi
Íslandsmeistarar dagsins í stórsvigi

Í dag fór fram fyrsta keppnisgreina á Skíðamóti Íslands í alpagreinum þegar keppt var í stórsvigi. Aðstæður voru góðar en veður var mjög gott og snjórinn í brautinn hélt vel.

Keppnin í kvennaflokki var spennandi. Landsliðskonurnar Freydís Halla Einarsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir háðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn og að lokum varð Freydís Halla hlutskarpari. Baráttan um þriðja sæti var ekki minni en eftir fyrri ferðina áttu fimm stelpur raunhæfan möguleika á að ná því. Andrea Björk Birkisdóttir átti frábæra seinni ferð og náði þriðja sætinu eftir að hafa verið í því fimmta að lokinni fyrri ferðinni. 

Í karlaflokki var Sturla Snær Snorrason með algjör yfirburði og sigraði með rúmlega 2,5 sek. Í öðru sæti endaði Jón Gunnar Guðmundsson og þriðji var Sigurður Hauksson. Mikil samkeppni var um annað og þriðja sætið en eftir fyrri ferðina voru sjö karlar sem áttu möguleika og mikil spenna var í seinni ferðinni.

Mótið í dag var í beinni útsendingu hjá okkur og er hægt að sjá upptökur frá því hér að neðan.
Stórsvig - Fyrri ferð
Stórsvig - Seinni ferð

Á morgun fer fram keppni í svigi og hefst fyrri ferð kl.10:00. Mótið á morgun verður í beinni útsendingu og verður hægt að sjá fyrri ferð hér og seinni ferð hér. Einnig verður hægt að sjá lifandi tímatöku á morgun, konur og karlar.

Konur
1. Freydís Halla Einarsdóttir
2. Helga María Vilhjálmsdóttir
3. Andrea Björk Birkisdóttir

18-20 ára stúlkur
1. Andrea Björk Birkisdóttir
2. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
3. Soffía Sóley Helgadóttir

16-17 ára stúlkur
1. Harpa María Friðgeirsdóttir
2. Katla Björg Dagbjartsdóttir
3. María Finnbogadóttir

Karlar
1. Sturla Snær Snorrason
2. Jón Gunnar Guðmundsson
3. Sigurður Hauksson

18-20 ára drengir
1. Jón Gunnar Guðmundsson
2. Sigurður Hauksson
3. Björn Ásgeir Guðmundsson

16-17 ára drengir
1. Georg Fannar Þórðarson
2. Jökull Þorri Helgason
3. Axel Reyr Rúnarsson

Heildarúrslit má sjá hér.