Stórkostlegur árangur hjá Marinó - 5.sæti í Evrópubikar

Marinó Kristjánsson í Vars um helgina
Marinó Kristjánsson í Vars um helgina

Um helgina tók landsliðið á snjóbrettum þátt í Evrópubikar í Vars í Frakklandi. Keppt var bæði í risa stökki (big air) og brekkustíl (slopestyle).

Besta árangrinum náði Marinó Kristjánsson þegar hann endaði í 5.sæti í brekkustíl í dag. Er þetta besti árangur sem íslenskur snjóbrettamaður hefur náð í Evrópubikar en það er næst sterkasta mótaröði í heimi. Marinó fær 72 FIS stig inná heimslistann þar sem hann er með 41 FIS stig, það er því ljóst að hann mun fara upp heimslistan enda hans besta FIS mót á ferlinum. Þar sem Evrópubikarinn er mótaröð fékk Marinó 225 stig í stigakeppni mótaraðarinnar og er eftir helgina í 10.sæti í heildarstigakeppninni í brekkustíl

Aðrir landsliðsmenn náði ekki nógu góðum ferðum í dag og enduðu í sætum 39.-46. en alls voru 60 keppendur með í dag. Í gær náði Benedikt Friðbjörnsson bestu árangri í risa stökki þegar hann endaði í 27.sæti. 

Laugardagur 18.janúar - Risa stökk (big air)
27.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
30.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson
31.sæti - Marinó Kristjánsson
41.sæti - Baldur Vilhelmsson

Heildarúrslit má sjá hér.

Sunnudagur 19.janúar - Brekkustíll (slopestyle)
5.sæti - Marinó Kristjánsson 
39.sæti - Baldur Vilhelmsson
41.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
46.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson

Heildarúrslit má sjá hér.