Stelpurnar luku keppni á HM unglinga í gær

Glæsilegur hópur
Glæsilegur hópur

Keppni í tæknigreinum hjá stelpum lauk í gær á HM unglinga. Keppt var í svigi við virkilega krefjandi aðstæður. Nóttina fyrir var keppnisbakkinn vatnaður og því mjög hart og sleipt færi. Fjórar íslenskar stelpur voru skráðar til leiks en það voru þær Hjördís Kristinsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Katla Dagbjartsdóttir og María Finnbogadóttir. Því miður náði engin af þeim að klára fyrri ferð í mótinu en gríðarleg afföll urðu í henni. Af alls 104 keppendum sem hófu leik þá mistókst 55 af þeim að klára fyrri ferð og einungis 37 stelpur kláruðu báðar ferðir.

Heildarúrslit frá sviginu má sjá hér.

Strákarnir tveir, Björn Ásgeir Guðmundsson og Georg Fannar Þórðarson, ferðast til Davos á laugardag og keppa í stórsvigi á þriðjudag og svigi á miðvikudag.