Sprettgöngu lokið á SMÍ

Efstu þrír keppendur í kvennaflokki
Efstu þrír keppendur í kvennaflokki

Rétt í þessu lauk fyrstu keppni á Skíðamóti Íslands en það var sprettganga. Aðstæður voru nokkuð góðar, lítill vindur var á svæðinu og þægilegur snjór. Fyrst fóru allir keppendur í tímatöku og eftir það var raðað í undanúrslit og að lokum voru úrslit. Keppnin var virkilega skemmtileg og mjög spennandi á köflum. Í loka úrslitum kvenna kepptu fjórar konur til úrslita og á endanum sigraði Elsa Guðrún Jónsdóttir nokkuð örugglega. Hjá körlunum voru fimm keppendur í lokaúrslitum. Keppnin var mjög jöfn en um miðja göngu náði Isak Stiansson Pedersen nokkuð þægilegri forystu sem hann lét ekki af hendi.

Á morgun verður keppt í göngu með frjálsri aðferð og hefst keppni kl.13:00.

Planað var að vera með beina útsendingu frá keppninni en því miður tókst það ekki. 

Úrslit kvenna
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ
2. Kristrún Guðnadóttir - Ullur
3. Veronika Lagun - SKA
4. Anna María Daníelsdóttir - SFÍ
Heildarúrslit má sjá hér.

Úrslit karla
1. Isak Stiansson Pedersen - SKA
2. Sturla Björn Einarsson - Ullur
3. Sigurður Arnar Hannesson - SFÍ
4. Brynjar Leó Kristinsson - SKA
5. Dagur Benediktsson - SFÍ
Heildarúrslit má sjá hér.