Sprettgöngu lokið á HM

Brynjar Leó kemur í mark í dag
Brynjar Leó kemur í mark í dag

Fyrr í dag fór fram sprettganga á HM í Lahti. Aðstæður á mótsdag voru nokkuð erfiðar þar sem miklum snjó hafði kyngt niður, bæði yfir nóttina og yfir daginn. Elsa Guðrún Jónsdóttir endaði í 61.sæti eftir að hafa ræst númer 67 af þeim 108 sem voru skráðir til leiks. Fyrir mótið fékk Elsa Guðrún 202.14 FIS punkta sem er mikil bæting en á heimslista FIS er hún með 254.26 FIS punkta.

Heildarúrslit hjá konum má sjá hér.

Hjá körlunum kepptu þrír íslendingar. Sævar Birgisson endaði í 92.sæti, Brynjar Leó Kristinsson í 115.sæti og Albert Jónsson í 123.sæti. Bæði Sævar og Brynjar Leó voru að bæta FIS punktastöðu sínu aðeins. 

Heildarúrslit hjá körlum má sjá hér.

Á morgun er engin keppni og verður því létt æfing og dagurinn nýttur til að hvílast vel. Á laugardag verður keppt í skiptigöngu og þar munu tveir íslenskir keppendur taka þátt, Elsa Guðrún Jónsdóttir og Snorri Einarsson.