Spennandi staða í liða- og einstaklingskeppni Íslandsgöngunnar

Frá Fjarðargöngunni 2024
Frá Fjarðargöngunni 2024

Mikil barátta er í liðakeppni Íslandsgöngunnar milli liðanna ELÍTAN og Team Cruise Control, en aðeins 39 stig skila að liðin þegar tvær göngur eru eftir. ELÍTAN er með 1845 stig og og komst fram úr Team Cruise Control í Fossavatnsgöngunni sem hefur náð 1806 stigum. Einn og ekkert er eins og er í 3. sæti með 1433 stig og á tæknilegan möguleika á sigri, en liðið fékk flest stig allra liða í Hermannsgöngunni. Heildarstig liðakeppninnar má sjá hér.

Árný Helga Birkisdóttir SKA leiðir stigakeppni kvenna 17-34 ára þegar aðeins tvær göngur eru eftir með 140 stig Jónína Kristjánsdóttir (utan liða) er í öðru sæti, en Andrea Kolbeinsdóttir er með 100 stig. Í klarflokki 17-34 ára hefur Einar Árni Gíslason SKA nokkuð örugga forystu með 173 stig, en þeir Dagur Benediktsson SFÍ og Ólafur Pétur Eyþórsson SKA eru jafnir í 2.-3. sæti með 100 stig hvor.

Alls er keppt í fimm aldursflokkum karla og kvenna og má sjá stigastöðuna hér.