Snorri í 61.sæti á Ítalíu - Bæting á heimslista

Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus

Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, keppti á heimsbikarmóti á Ítalíu í dag. Mótið fór fram í Cogne var keppni dagsins var sprettganga með frjálsri aðferð.

Snorri átti fínustu göngu þar sem hann endaði í 61.sæti og fékk 96.85 FIS stig. Á heimslista FIS er hann með 127.85 FIS stig og því nokkuð góð bæting á heimslistanum.

Laugardagur 16.febrúar - 1,6 km sprettganga F
61.sæti - Snorri Einarsson 96.85 FIS stig

Heildarúrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram 15 km ganga með hefðbundinni aðferð og hefst keppnin kl. 11:30 að íslenskum tíma. Upplýsingar um keppni morgundagsins má finna hér.