Snorri hefur keppni í heimsbikar á morgun

Snorri Einarsson á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu síðasta vetur
Snorri Einarsson á Vetrarólympíuleikunum í S-Kóreu síðasta vetur

Fyrsta mót vetrarins í heimsbikarnum í skíðagöngu fer fram í Ruka (Finnlandi) um komandi helgi. Snorri Einarsson mun taka reglulega þátt á mótaröðinni í vetur en hún er sú sterkasta innan FIS.

Í fyrra keppti Snorri á sjö heimsbikarmótum og var þrisvar á meðal 30 efstu keppendana. Að vera meðal 30 efstu þýðir að keppanda skorar heimsbikarstig sem eitt og sér er frábær árangur. Allar þrjár göngurnar komu í 15 km göngu og á sunnudaginn verður einmitt keppt í einni slíkri. Keppni hefst hinsvegar á morgun með sprettgöngu sem Snorri mun taka þátt í, en það er þó ekki hans sérgrein.

Dagskrá helgarinnar

Laugardagur 24.nóv
1,4 km sprettur hefðbundin aðferð - Hefst kl. 11:00 að staðartíma og kl. 09:00 að íslenskum tíma.
Snorri hefur rásnúmer 81 af alls 84 keppendum sem eru skráðir á ráslista.

Sunnudagur 25.nóv
15 km hefðbundin aðferð - Hefst kl. 13:30 að staðartíma og kl. 11:30 að íslenskum tíma.

Hægt verður að horfa á beina útsendingu frá mótinu á sjónvarpsstöðvum eins og NRK, SVT og Eurosport. Á heimasíðu FIS verður hægt að finna lifandi tímatöku og svo endanleg úrslit hér.