Snorri hefur aftur leik í heimsbikarnum á morgun

Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson. Mynd: NordicFocus

Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, hefur aftur leik í heimsbikarnum á nýju ári á morgun. Þessa helgina fer heimsbikarinn fram á Novo Mesto í Tékklandi og verður keppt í tveimur göngum í lengri vegalengdum. Snorri fór til Tékklands rétt fyrir áramót og hefur verið þar við æfingar og að undirbúa sig fyrir komandi átök.

Laugardagur 18.janúar
15 km ganga með frjálsri aðferð. Keppni hefst kl.10:15 að íslenskum tíma og hefur Snorri leik nr.15 í rásröðinni af alls 78 keppendum.

Sunnudagur 19.janúar
15 km eltiganga með hefðbundinni aðferð. Keppni hefst kl.12:00 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með keppninni í sjónvarpinu á sjónvarpsstöðvum eins og EuroSport, NRK og SVT.

Öll úrslit og lifandi tímatöku er hægt að sjá hér.