Snorri endaði í 63.sæti í Ruka

Snorri Einarsson í Ruka. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson í Ruka. Mynd: NordicFocus

Um helgina fór fram fyrsti heimsbikar vetrarins í skíðagöngu. Fram fóru þrjár keppnir frá föstudegi til sunnudags og síðasta keppnin var eltiganga þar sem ræst var eftir árangri fyrstu tveggja keppnana.

Úrslit frá Ruka
29.nóv - Sprettganga - 87.sæti
30.nóv - 15 km C - 75.sæti
1.des - 15 km F - 63.sæti
Öll úrslit má sjá hér.

Þrátt fyrir stígandi í keppnunum þremur hjá Snorra um helgina þá náði hann ekki sínu besta fram þessa helgina. Næsta mót hjá Snorra á mótaröðinni verður væntanlega í Davos, Sviss helgina 14.-15.desember 2019.