Snorri Einarsson í 42.sæti í Falun

Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson í brautinni í dag. Mynd: Nordic Focus

Keppni dagsins í heimsbikarnum var 15 km ganga með frjálsri aðferð í Falun, Svíþjóð. Snorri Einarsson var meðal þátttakenda en hann hafði rásnúmer fimm af alls 69 keppendum. Fínar aðstæður voru í Falun, um 2°C og gott veður.

Snorri Einarsson gekk jafnt og þétt í dag og endaði að lokum í 42.sæti. Eftir 5 km var hann í 48.sæti og eftir 10 km var hann í 44.sæti. Hann náði því jafnt og þétt að vinna sig framar en ekki nógu framarlega til að vera meðal 30 efstu keppenda, eins og markmiðið er ávallt.

Heildarúrslit má sjá hér.

Var þetta síðasta heimsbikarmótið hans Snorra á þessu tímabili en framundan er Skíðamót Íslands hjá Snorra.