Snjór um víða veröld 15. janúar

Snjór um víða veröld „World Snow Day“ verður haldin hátíðlegur sunnudaginn 15 janúar á átta skíðasvæðum víðsvegar um landið. Tilgangurinn með deginum er að hvetja foreldra til að koma með börnin í fjöllin og njóta þar hollrar útivistar í óspiltri náttúru. Hér að neðan má sjá þau skíðasvæði sem taka opinberlega þátt og hvað þau bjóða uppá yfir daginn.

Skíðasambandið hvetur alla til að mæta og skemmta sér saman í fjallinu.

 

Bláfjöll

  • Frítt í fjallið fyrir 16 ára og yngri
  • 20% afsláttur af skíðaleigu
  • Boðið uppá fría skíða- og brettakennslu
  • Tónlist
  • Leiksvæði fyrir krakkana

Dalvík

  • Frítt í fjallið fyrir krakka
  • Afsláttur af skíðaleigu
  • Boðið uppá fría skíðakennslu
  • Leikjabraut
  • Heitt kakó

Akureyri

  • Frítt í fjallið fyrir 12 ára og yngri
  • Skíðakennsla á vegum SKA
  • Afsláttur af skíðaleigu
  • Skíðaratleikur og samhliðarsvig
  • Heitt kakó

Ísafjörður

  • Afsláttur í fjallið
  • Boðið uppá fría skíðakennslu
  • Heitt kakó

Ólafsfjörður

  • Frítt í fjallið fyrir alla
  • Leikjabraut í svigi og skíðagöngu
  • Frír í skíðaleigu
  • Boðið uppá fría skíðakennslu
  • Boðið uppá kakó og kleinur

Siglufjörður

  • Frítt í fjallið fyrir alla krakka upp að 17 ára aldri
  • Frír skíðabúnaður upp að 17 ára aldri
  • Leikjabrautir, pallar og ævintýraleið

Stafdalur

  • Allir krakkar frítt í fjallið
  • Leikjabraut
  • Heitt kakó

Tindastóll

  • Frítt í fjallið fyrir 16 ára og yngri
  • 20% afsláttur af leigu fyrir 16 ára og yngri