Snjóbretti - Landsliðsmenn SKÍ að ná góðum árangri erlendis

Benni með verðlaunin fyrir besta trikkið í á mótinu í gær
Benni með verðlaunin fyrir besta trikkið í á mótinu í gær

Landsliðsmenn SKÍ á snjóbrettum slá ekki slöku við og hafa verið að ná góðum árangri á mótum erlendis undanfana daga.

Marinó Kristjánsson, úr Breiðabliki, keppti í brettastíl, á Norges Cup í Geilo í Noregi, um liðna helgi.  Marinó náði að landa 3. sætinu í mótinu, í flokki fullorðina.  Marinó náði sinni bestu ferð í 3. ferðinni þegar hann náði 44.70 stigum.  Nánari úrslit úr mótinu má sjá hér.

Baldur Vilhelmsson, úr SKA, keppti einnig í brettastíl, á Norges Cup mótinu í Geilo í Noregi.  Baldur náði 6. sætinu í flokki U18, með bestu ferð uppá 60.59 stig.  Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér.

Benedikt Friðbjörnsson, úr SKA, keppti á Valley Ralley unglingamótaröðinni í Zillertal í Austurríki í gær.  Þar náði hann að landa 2. sæti í flokku U18 og 3. sæti í heildarkeppni.  Einnig hlut Benedikt sérstök verðlaun fyrir besta trikkið í mótinu.  Úrslitin úr mótinu má sjá nánar hér og hér.

Á nýjasta heimslista TTR / World Snowboard Points List, sem kom út í gær, hafa allir landsliðsmenn SKÍ náð að bæta stöðu sína töluvert að undanförnu.

Í brettastíl er Baldur Vilhelmmson í 98. sæti (hækkar um 1 sæti), Marinó Kristjánsson er kominn í 113. sætið (hækkar um 11 sæti), Benedikt Friðbjörnsson er í 151. sæti (hækkar um 9 sæti) og Egill Gunnar Kristjánsson er í 200. sæti (hækkar um 6 sæti).  Sjá heimslistann fyrir brettastíl hér

Í risastökki er Benedikt Friðbjörnsson efstur af íslensku keppendunum í 100. sæti og hefur hækkað um 2 sæti frá síðasta lista.  Baldur er í sæti 138, Marinó í því 195. og Egill Gunnar í sæti 257.  Sjá heimslistann fyrir risastökk hér