Snjóbrettamót Íslands - Úrslit í brekkustíl (slopestyle)

Keppendur klárir í slaginn í rásmarkinu í dag
Keppendur klárir í slaginn í rásmarkinu í dag

Í dag hófst Snjóbrettamót Íslands í Hlíðarfjalli á Akureyri, með keppni í brekkustíl (slopestyle).

45 keppendur voru skráðir til leiks í dag og var keppt í flokkum U13, U15, U17 sem og opnum flokki, bæði karla og kvenna. 

Veður var með ágætum og fínar aðstæður til keppni í fjallinu og sáust mörg glæsileg tilþrif í brautinni.

Myndir frá mótinu má sjá inná FB síðu Brettadeildar SKA, hér

Úrslit dagsins:

Opinn flokkur - karla:
1. Marinó Kristjánsson - Breiðalik - 86,0 stig
2. Baldur Vilhelmsson - SKA - 81,0 stig
3. Egill Gunnar Kristjánsson - BFH - 68,3 stig

Opinn flokkur kvenna:
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH - 79,3 stig
2. Bergdís Steinþórsdóttir - BFF - 67,0 stig
3. Unnur Sólveig Hlynsdóttir - BFH - 65,0 stig

U17 flokkur - karla:
1. Baldur Vilhemsson - SKA - 81,0 stig
2. Kolbeinn Þór Finnsson - SKA - 59,0 stig
3. Birkir Þór Arason - SKA - 48,3 stig

U17 flokkur - kvenna:
1. Lilja Rós Sveinsdóttir - SKA - 51,3 stig

U15 flokkur - karla:
1. Borgþór Ómar Jóhannsson - BFH - 58,3 stig
2. Svavar Þór Zoega - BFF - 41,3 stig
3. Hlynur Atli Haraldsson - SKA - 27,0 stig

U15 flokkur - kvenna:
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH - 79,3 stig
2. Bergdís Steinþórsdóttir - BFF - 67,0 stig
3. Unnur Sólveig Hlynsdóttir - BFH - 65,0 stig

U13 flokkur - karla:
1. Reynar Hlynsson - BFH - 54,0 stig
2. Skímir Daði Arnasson - SKA - 42,0 stig
3. Elís Gíslason BFH - 40,7 stig
3. Hafsteinn Heimir Óðinsson - SKA - 40,7 stig

U13 flokkur - kvenna:
1. Alís Helga Daðadóttir - SKA - 45,3 stig
2. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA - 42,3 stig
3. Sól Snorradóttir - BFH - 36,0 stig

Á morgun, sunnudag, heldur mótið áfram með keppni í risastökki (big air) og hefst keppni kl. 10:00.