Snjóbrettamenn á ferð um landið

Um liðna helgi, 16.-18. febrúar, fór Einar Rafn Stefánsson landsliðsþjálfari á snjóbrettum ásamt nokkrum landsliðsmönnum í æfinga- og fræðsluferð í Oddsskarð. Brettafélag Fjarðarbyggðar bauð drengjunum á sitt heimasvæði til að taka út svæðið og renna sér með þeirra iðkendum. Markmið ferðarinnar var að veita yngri iðkendum innblástur og gefa þeim tækifæri á að umgangast lengra komna snjóbrettamenn. Hópurinn átti þrjá góða daga saman í brekkunum og var tíminn utan þeirra vel nýttur til spjalls og spurninga. 
Ásamt Einari fóru í ferðina þeir Bjarki Arnarsson, Egill Gunnar Kristjánsson og Kolbeinn Þór Finsson.
Ferðin heppnaðist mjög vel og vonast SKÍ til að geta gert sambærilega hluti með fleiri félögum í framtíðinni.