Snjóbrettaliðið keppti á lokamóti WRT

Fimm íslenskir snjóbretta drengir kepptu á lokamóti WRT (World Rookie Tour) um liðna helgi. Þeir Baldur Vilhelmsson og Benedikt Friðbjörnsson höfðu unnið sér inn þátttökurétt á lokamótinu með árangri sínum á mótaröðinni í vetur. Ísland fékk úthlutað þrem auka sætum og var valið í þau eftir árangri vetrarins. Þrír stigahæstu drengirnir voru þeir Marinó Kristjánsson, Kolbeinn Þór Finnsson og Tómas Orri Árnason.

Drengirnir kepptu í brekkustíl (slopestyle) og fór mótið fram í Austurríki. Vegna veðurs þurfti að breyta dagskráni og því fór fram undankeppni og lokaúrslit laugardaginn 14.apríl. Því miður komast enginn af þeim í lokaúrslit en úrslitin má sjá hér að neðan.

Úrslit - Rookie
21.sæti - Baldur Vilhelmsson
23.sæti - Marinó Kristjánsson
25.sæti - Tómas Orri Árnason
Heildarúrslit má sjá hér.

Úrslit - Grom
22.sæti - Benedikt Friðbjörnsson
26.sæti - Kolbeinn Þór Finnsson
Heildarúrslit má sjá hér.